Víðtækar undanþágur

Punktar

Nýr samningur Evrópusambandsins og Bretlands markar tímamót, sem eru freistandi fyrir Ísland. Svo sem ekki fyrsti undanþágulistinn. Flest ríki hafa langa bunu af slíkum. En þarna koma til sögunnar nýjar og stórar undanþágur. Viðurkenndar eru fleiri myntir en evra. Ríkjum heimilað að taka ekki þátt í frekari samruna. Og þeim gert kleift að hafa eigin reglur um flóttafólk. Áður var búið að ákveða að taka upp landamæraeftirlit þrátt fyrir Schengen. Líklega tekur það gildi um mánaðamótin. Samningurinn við Breta er líka hæfileg lexía fyrir andlýðræðislega forstjóra í Bruxelles. Þeir verða að sætta sig við að fara að sigla með löndum.