Í Fréttablaðinu í dag upplýsir Illugi Gunnarsson ráðherra ekkert um spillingu sína umfram það, sem áður var upplýst. Vill ekki leggja fram kvittanir úr eigin heimabanka um greiðslu spillingar. Telur bankamál sín vera einkamál. Þar hefði viðtalið getað endað til að spara öllum tíma. Eins og ég hef oft sagt er persónuvernd á Íslandi einungis persónuvernd bófa. Aðferð við að neita að ræða spillt einkafjármál. Illugi getur ekki sannað neitt af því, sem hann fullyrðir. Við þurfum ekki að taka hann alvarlega í þessu frekar en öðru. Illuga verður áfram borinn saman við Þorgeirsbola, sem dregur spillingarhúðina eftir sér.