Viðtal við nafnlausan

Fjölmiðlun

Enn eru nafnlausir greinahöfundar plága á fjölmiðlum. Staksteinar Mogga eru sígilt dæmi. Leiðari blaðsins skiptir minna máli, því engir lesa hann. Nú hefur nafnlaus dálkahöfundur verið fluttur af Mogga yfir á DV. Í tilefni af því hefur í dag hinn nýi vinnuveitandi viðtal við starfsmanninn. Þar með er komið að hástigi dónaskaparins. Höfundur blaðsins er ekki bara nafnlaus, heldur er talað við hann nafnlausan. Fjölmiðlar komust upp með nafnleysi í gamla daga. Ég var á DV lengi að losna við Svarthöfða, sem ég erfði úr dánarbúi Vísis. En það tókst. Í gegnsæi nútímans er nafnleysi fráleitt.