Viðurkennum Kosovo

Punktar

Evrópusambandið og Bandaríkin eru komin á fremsta hlunn með að viðurkenna Kosovo sem sjálfstætt ríki. Rússland hefur verið því andvígt og hindrað framgang málsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Kosovo mun lýsa einhliða yfir sjálfstæði í desember og fá þá staðfestingu vesturveldanna. Eðlilegt er, að Ísland verði í þeim hópi. Við höfum alltaf stutt smáríki til sjálfstæðis, þegar þau hafa losnað undan hrammi nágrannaríkis. Vladimir Pútín nær ekki upp í nefið á sér. En Rússland er ekki lengur heimsveldi. Það er ruddalegt meðalríki með hagkerfi á stærð við Mexíkó eða New Jersey í Bandaríkjunum.