Ef Lalli Jóns stelur kartoni af sígarettum, er hann dreginn fyrir dómara og umsvifalaust dæmdur í fangelsi. Ef kvótagreifar stela gjaldeyri, eru þeir góðfúslega beðnir um að koma í Seðlabankann að fá sér kaffi. Þeir eru ekki einu sinni nafngreindir. Lögin ná til Lalla Jóns, en ekki til kvótagreifa. Þeir hafa ekki skilað gjaldeyri lögum samkvæmt, heldur fela hann á erlendum reikningum. Þetta rýrir gengi krónunnar og skaðar þjóðina. Ekki skortir viðurlög við slíkum þjófnaði, aldrei þessu vant, en þeim er bara ekki beitt gegn kvótagreifum. Menn hita bara kaffi í Seðlabankanum og kaupa kleinur.