Vigdísarvellir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá þjóðvegi 42 norðan Kleifarvatns um Vigdísarvelli að þjóðvegi 427 austan Grindavíkur.

Þetta svæði hefur verið skemmt með torfæruhjólum, samanber það sem ég las á vefnum: “Já ég, pabbi og ásgeir skeltum okkur uppí Vigdísarvelli og djöfluðumst þar í smá stund en síðan kom arnar á yammanum sínum og braut held ég helvítis 2 gírinn, en motorinn hans er kominn aftur uppá borð en já samt náðum við að skemmta okkur konungslega áður en það gerðist. Ég arnar og ásgeir fórum í keppni hver gat stokkið leingst upp fjallið en nátla náði kallin leingst.” Eigendur þessa vitfirringstexta eru: Arnar Gauti Þorsteinsson, Róbert Magnússon, Geir Aron Geirson, Svavar Máni Hannesson, Bjarki Ásgeirsson. Svona eyðileggja þeir landið okkar.

Byrjum við þjóðvegi 42 til Krýsuvíkur norðan Vatnsskarðs. Förum suðvestur meðfram fjallsrananum, austan við Sandfell og vestan við Hellutinda, og áfram vestan við Norðlingaháls og Miðdegishnjúk, austan við Traðarfjöll, að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Það er austan við Selsvallaháls. Við fylgjum þeim fjallsrana til suðausturs um Núpshlíðarháls og síðan til austurs að Latsfjalli, þar sem við komum á þjóðveg 427 í Ögmundarhrauni.

21,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Skálar:
Lækjarvellir: N63 55.407 W22 05.082.

Nálægar leiðir: Undirhlíðar, Helgafell, Sauðbrekkugjá, Vatnsleysuheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson