Vígdjarfur strigakjaftur

Punktar

Vigdís Hauksdóttir er helzti strigakjaftur Alþingis. Þar á ofan gengisfellir hún orð með því að segjast sæta einelti. Ruglar saman gagnrýni og einelti eins og hún ruglar öðru í íslenzku máli og málsháttum. Samt er hún feikileg söluvara í pólitík. Var núna endurkjörin með lúðraþyt í boði Reykvíkinga. Slær þar við formanni sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem er þingmaður fyrir eyðibýli austur á Héraði. Sigmundur óttaðist samkeppnina við hinn vígdjarfa þingmann og meinaði henni ráðherrastólinn, sem hún girntist. Sá gerningur hans er ekki einelti frekar en annað sjálfskaparvíti Vigdísar.