Sem betur fer eru kristnir brjálæðingar fáir á vesturlöndum og hafa víðast hvar lítil áhrif. Íslamskir brjálæðingar eru hins vegar fjölmargir í löndum múslima. Þeir ráða miklu í sumum löndum og njóta víðar fylgis. Einkum vaða þeir um Írak og Sýrland, taka fólk af lífi og eyða minjum um menningarsögu heimsins. Hvorki kristnir né múslimar ábyrgjast vígamenn undir slæðu trúar. Afneitunin er þó sýnilegri og illvígari í löndum múslima og það er mál múslima allra. Að mestu kemur vígamennska sértrúarsafnaða niður á þjóðum múslima, en hún teygir þó arma sína til vesturlanda. Leiðir þar til spennu í samfélaginu og haturs á múslimum.