Vikið frá vondri hefð

Punktar

Það er rétt hjá Morgunblaðinu, að dómarar Hæstaréttar eiga ekki að geta vikizt undan nafngreiningu. Ef þeir kveða upp úrskurð, sem stríðir gegn skynsemi og siðfræði almennings, er eðlilegt að nafngreina þá og birta myndir af þeim á forsíðu. Hingað til hefur Mogganum og hræsnurum þótt eðlilegt að gerilsneyða íslenzka fréttamennsku niður í nafnleysi. Fréttir hafa þannig orðið að eins konar táknmynd af fréttum. Morgunblaðið hefur nú vikið frá vondri hefð, sem hefur mótað skilning almennings á fréttamensku. Það er fjölmiðlabreyting áratugarins.