Víkingslækur

Frá Steinkrossi á Heklubraut um Víkingslæk að Þingskálum við Ytri-Rangá.

Víkingslækur er landnámsjörð. Bæjarhús voru þar færð undan sandfoki af Hekluhrauni. Þegar núverandi Víkingslækur, sem hér er getið, fór í eyði, fluttist fólkið að Þingskálum við Ytri-Laxá.

Förum frá Steinkrossi vestnorðvestur um Botnahraun og síðan norðnorðvestur að eyðibýlinu Víkingslæk. Þaðan vestnorðvestur yfir þjóðveg 268 og áfram að Þingskálavaði á Ytri-Rangá.

6,8 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Heklubraut, Knafahólar.
Nálægar leiðir: Kirkjustígur, Réttarnes, Stóruvallaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort