Víkkuð Evrópa er risi

Punktar

Evrópusambandið var hernaðarlegur dvergur, áður en John Vinocur skrifaði grein sína í International Herald Tribune í morgun og verður það áfram, þegar Austur-Evrópa er komin í hlýjuna. En sambandið er efnahagsrisi og verður enn meiri efnahagsrisi við stækkunina. Þegar gamalgróinn ótti Austur-Evrópu við Rússland þverr, muni áhugi hennar á Atlantshafsbandalaginu dofna, en áhuginn á Evrópusambandinu styrkjast, meira að segja í Tyrklandi. Sameiginlegir viðskiptahagsmunir innan álfunnar munu síðan ráða því, að Austur-Evrópa mun styðja Vestur-Evrópu í vörn Evrópu gegn tilraunum Bandaríkjanna til að setja forskriftir sér í hag í viðskiptum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sem heimsviðskiptaveldi mun víkkuð Evrópa setja skorður við efnahagslegum heimsyfirráðum Bandaríkjanna.