Víkurheiði

Frá Vík í Fáskrúðsfirði um Hvammsvötn til Bakkagerðis í Stöðvarfirði.

Förum frá Vík í Fáskrúðsfirði skáhallt suður á fjallið og austur fyrir Lambafell. Síðan suður um Hvammsvötn vestanverð, austan við Steðja og suðaustan við Hellufjall. Mest í 420 metra hæð á Vegahrygg á Víkurheiði. Þaðan suðvestur í Klifbotna og að þorpinu Kirkjubóli í Stöðvarfirði.

8,1 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stöðvarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort