Vilhjálmur var fljótur

Punktar

Vilhjálmur var fljótur að þessu, búinn að mynda meirihluta í Reykjavík hálfum öðrum sólarhring eftir úrslitin. Hann tók frumkvæði, meðan aðrir voru áhorfendur, sem biðu við símann. Fyrst prófaði hann Ólaf hjá Frjálslyndum, sem að venju gerði sér of háar hugmyndir um sjálfan sig. Næstur í röðinni var Björn Ingi hjá Framsókn, sem hafði auðvitað enga skoðun aðra en að verða sá áttundi. Völdin eru hjá þeim, sem er fljótur að kýla á það, meðan aðrir eru vanir tímafrekum samráðum. Enda hef ég áður sagt, að spunnið er í mann, sem veit, hvar Klambratún er í bænum.