Vilja banna þorskveiðar

Punktar

Fiskrannsóknaráð Evrópusambandsins mun á morgun leggja fram tillögur, sem fela meðal annars í sér algert bann við þorskveiðum í Norðursjó og Írlandshafi. Þessi ráðgjöf kemur í beinu framhaldi af þeirri ákvörðun alþjóðlega umhverfisþingsins í Suður-Afríku í ágúst að hvetja til lokunar hafsvæða fyrir veiðum til reyna að ná upp fiskstofnum, sem taldir eru í útrýmingarhættu. Dæmi eru frá Nýja-Sjálandi og Kanada um, að slíkar aðgerðir nái árangri, þótt einnig sé til dæmi frá Nýfundnalandi um, að þorskur eigi afar erfitt með að ná sér eftir taumlausa ofveiði. Það hefur lengi verið íslenzk stefna að loka hafsvæðum, þar sem fiskstofnar eru í hættu. Því má segja, að úti í heimi séu menn farnir að herma eftir íslenzkri fiskveiðistjórn. Í Guardian má finna ágætt greinasafn um ofveiði og sjálfbæra veiði.