Vilja ekki heilagt stríð

Punktar

Í Bretlandi hafa sumir áhyggjur af, að trúaráhugi Tony Blair forsætisráðherra hafi fært hann nær trúarofstækismanninum George W. Bush forseta. Janet Dubé lýsir í Guardian sérstökum áhyggjum af fréttum um, að þeir Blair og Bush leggist saman á bæn, þegar þeir hittist. Þótt trúarhiti sé vel séður í Bandaríkjunum, finnst mörgum Bretum ógeðfellt, að vera þvingaðir í heilagt stríð eða krossferð gegn ríkjum annarra trúarbragða.