Vilja enga vestrænu

Punktar

Martin Woollacott segir í Guardian, að allt sé á hverfandi hveli í Miðausturlöndum. Afleiðingar hernáms Íraks séu aukin áhrif sjíta í Írak og Íran og leit þeirra að auknum áhrifum í öðrum löndum Persaflóa. Súnnítar hafi farið halloka og styðji í auknum mæli hryðjuverk í Írak og á Vesturlöndum. Íslam sé að breytast í ofsatrú með dálæti á hryðjuverkum. Bandaríkjamenn hafi talið, að vestræn öfl biðu framsóknar í þessum ríkjum, en í ljós hafi komið í kosningunum í Íran, að þau eru næsta fylgislítil. Almenningur er mjög trúrækinn og hefur meiri áhuga á mörgu öðru en vestrænum framförum.