Fæstir hafa áhuga á veigamestu gerðum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Fáir vildu eftirgjafir á auðlindarentu, afnám auðlegðarskatts eða önnur fríðindi auðgreifa. Píratar hafa í þrjú ár fengið Gallup til að kanna óskir fólks. Þar kemur allt annað í ljós og ítrekað það sama. Eindregnast vill þjóðin setja fjárveitingar til heilbrigðismála í forgang, öfugt við ríkisstjórnina. Í öðru sæti eru menntamál, sem ítrekað hafa verið skorin niður. Í þriðja sæti eru velferð og almannatryggingar. Píratar setja þessi mál í forgang. Engin furða er, að þeir hafi forustu í könnunum, þegar þeir ætla að fara að vilja fólks.