Mig langar til að vitna í Pál Vilhjálmsson ofurbloggara: „Það er mælikvarði á dómgreind stjórnmálamanna hvort þeir taka mark á samtökum hrunverja. Dómgreind stjórnmálamanna er því verri sem þeir hlusta meir á ráð Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um menntamál.“ Hér slær Páll naglann í botn í einu höggi. En málið er verra en þetta. Svo höll er ríkisstjórnin undir málflutning hrunverja í Viðskiptaráði, að Sigmundur Davíð hefur sett það í frumvarp. Samkvæmt því ber alþingi að bera öll fyrirhuguð lög undir bófana. Hvorki ráðið né ríkisstjórnin hafa lært neitt af hruninu. Vilja prófa aftur.