Vilja villta vestrið

Punktar

Forsætisráðherra hefur skipað enn eina nefndina. Hún heitir vinnuhópur og á að finna leiðir til að draga úr opinberu eftirliti með fyrirtækjum. Sigmundur Davíð telur þörf á minni „eftirlitsiðnaði“. Silfurskeiðungar stjórnarinnar rægja opinbert eftirlit til að auka svigrúm gæludýra sinna. Samt er komið í ljós, að eftirlitsleysi ríkisins olli hruninu og helztu vandræðum okkar eftir hrun. Saga síðustu ára segir okkur, að opinbert eftirlit sé af alltof skornum skammti, sjáið til dæmis matvælaeftirlit og neytendavernd í skötulíki. Samt eru silfurskeiðungar ekki ánægðir, þeir vilja villta vestrið, stríð gegn þér.