Vilji er allt sem þarf

Punktar

Ótrúlegt er, að Vladimir Putin skuli vera talinn valdamesti maður jarðarinnar. Hann er einræðisherra ríkis, sem hefur efnahag á stærð við Ítalíu. Verðmæti hergagna hans er bara brot af verðmæti hergagna Bandaríkjanna. En svona er það, efnisleg verðmæti segja ekki allt um völd. Á sama hátt var Serbía sterkasta ríki Balkanskaga á tímabili Balkanstríðanna. Sama gildir um Rússland og Serbíu: Þau búa yfir þjóðrembdum styrk til að koma vilja sínum fram við nágrannaríkin. Vilji er allt sem þarf, segir spakmælið. Donald Trump er minnihlutamaður, sem hefur breytt Bandaríkjunum á mánuði. Mun fámennum Engeyingum takast það sama hér?