Viljinn er lamaður

Punktar

Bara brot af frumvörpum stjórnarflokkanna nær fram fyrir kosningar. Stjórnin hefur lagt fram 99 þingmál, sem enn eru óafgreidd. Þar á meðal eru kvótinn, stjórnarskráin og rammaáætlunin um orkumál. Meirihlutinn hefur ekki gripið til neinna þingskapa, sem takmarka málþóf, þótt fyrir löngu sé kominn tími til slíks. Stjórnarflokkarnir hafa nefnilega misst viljann til að stjórna. Ætla bara að kenna andstöðunni um súpuna og vísa sök þangað. Kemur stundum fyrir í dýraríkinu, að dýr missa lífsviljann og leggjast til að deyja, södd lífdaga. Stjórnarflokkarnir á þingi eru saddir lífdaga og bíða eftir hægum dauðdaga.