Feginn er ég, að meirihluti þjóðarinnar vill ekki fleiri álver á næstu árum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar. Þar á ofan hefur Fitch Rating lækkað lánshæfi ríkissjóðs niður í neikvæða einkunn vegna ört vaxandi erlendra skulda, sem stafa einkum af fjármögnun orkuvera. Við vitum líka, að arðsemi þessara orkuvera hefur verið ofmetin, einkum Kárahnjúkavirkjunar, þar sem vandræði hafa komið upp við borun á göngum. Kominn er tími til að hætta að niðurgreiða orku til stóriðju og stefna frekar að ódýru rafmagni fyrir okkur sjálf.