Á Vísi í morgun stóð í fyrirsögn: Íslendingar vilja seinka klukkunni. Neðar í fréttinni var sú nánari skýring, að hundruð Íslendinga vildu seinka henni. Á heimasíðu samtakanna fannst loks rétt tala, þá 1214 undirskriftir. Þýðir ekki, að Íslendingar vilji seinka klukkunni. Aðeins, að ótrúlega fáir hafi þessa skoðun miðað við niðurstöður annarra bænarskjala á vefnum. Vísir hefur því snúið málinu á haus. Niðurstaðan er, að sárafáir vilji seinka klukkunni. Bezt er þó að segja 1214 manns vilja seinka klukkunni og fela lesandanum að draga ályktanir. Nákvæmni í faginu fer hrakandi með innreið fréttabarnanna.