Oft eru gefin villandi ráð um kaloríumagn hjá fólki, sem vill grenna sig. Fólk, sem fylgir ráðum þeirra, rekur sig fyrr eða síðar á, að það hættir að léttast. Það stafar sumpart af, að léttari líkami þarf færri kaloríur sér til viðhalds en þyngri líkami. Og sumpart af því, að líkaminn grípur til varna í viðvarandi sulti. Hann dregur úr brennslu. Þess vegna máttu ekki fara of bratt í megrunina. Þetta þarftu að hafa huga. Láttu þér nægja að minnka um eitt kíló á mánuði. Og gættu þín á, að jafnvægisstaða í daglegum kaloríufjölda lækkar í kjölfar megrunar. Forðastu þannig sár vonbrigði.