Villast í veftekjum

Fjölmiðlun

Canon, Lotto og Landsbankinn á mbl.is, Happdrættið, Hátækni og 11-11 á vísir.is. Aumar eru auglýsingar á vefjum fjölmiðla í dag. Gerólíkt þéttum auglýsingum í pappírsmiðlunum. Einungis gamaldags fánar (banners) á forsíðu eins og í upphafi vefaldar fyrir áratug. Lítið er borgað fyrir svona fána. Engar auglýsingar, sem elta efnið eins og á Google. Tekjur að hætti Google á vefnum ná ekki til íslenzkra fjölmiðla, auglýsingastofa og auglýsenda. Hefðbundnir fjölmiðlar verða samt að finna nýja tekjupósta á vefnum til að lifa af andlát pappírs- og sjónvarpsfrétta. Finna tekjur að hætti vefsins.