Villihrossin á Hrunaheiði

Punktar

Neðan við afréttargirðingu Hrunamanna og ofan við efstu bæi hreppsins er Hrunaheiði, einskismannsland í eigu Hrunakirkju. Landlitlir menn setja fé og hross á heiðina. Vegna lélegrar smölunar hafa safnast fyrir villistóð, sem ganga laus árið um kring. Mest eru þau upprunnin í Skollagróf. Að vetri og að vori fer sumt af þessum stóðum um skafla yfir girðingar efstu jarða og hirðir með sér heimahross í djammið. Kannski verður þarna til hrossastofn í líkingu við fjárstofninn, sem var í Tálkna. Hreppsnefndin hefur eitthvað kveinkað sér út af þessu, en vegna meðvirkni hefur minna verið um aðgerðir.