Villurnar þrjár og allar hinar

Fjölmiðlun

Var staðinn að ártalsvillu í nýútkominni bók minni, “Frjáls og óháður”, vont mál. Einu sinni skrifaði ég tíu bækur um erlendar ferðaborgir. Í bókinni um París var þýðingarvilla í nafni verzlunar. Hannesi Hólmsteini er sú villa minnisstæð. Dýrasta villan var þó í fjórtán binda bókaflokki mínum um hesta. Þar voru tugþúsundir einkunna og ein reyndist vera röng. Það sá Sigurður Sigmundsson hestaljósmyndari og græddi af mér viskíflösku. Ótaldar eru þær villur mínar, sem fáir hafa gómað. Til dæmis skrifaði ég um Gordon Brown og kallaði hann George Brown. Hannes Smárason kallaði ég Hannes Flosason.