Vinalausir vinir

Punktar

Dýrt spaug er að vera vinur Bandaríkjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Stjórn Bandaríkjanna gerir miklar kröfur til ráðamanna, sem hún telur sér vinveitta. Hún vill, að þeir séu undirgefnir. Þegar þeir styðja bandaríska frekju, auka þeir óvinsældir sínar heima fyrir. Þannig hefur George W. Bush nánast útrýmt Bandaríkjavináttu í sumum Evrópuríkjum og magnað andstöðu gegn Bandaríkjunum.