Flestir ferðamenn ráfa milli búða í Reykjavík. Margir fara líka í bjórinn, sumir á kaffihús og fáeinir á veitingahús. Síðan fara menn í Bláa lónið. Einstaka sérvitringar fara út á land. Gengi ferðaþjónustunnar stendur og fellur með aðdráttarafli Reykjavíkur. Því miður er veðrið ekki nógu gott flesta daga ársins. Það er stóri þröskuldurinn. Úr því má bæta með því að framkvæma gamla hugmynd. Setja vind- og regnhelt þak á Laugaveginn og gera hann að göngugötu að erlendri fyrirmynd. Vind- og vatnsþéttur Laugavegur er ávísun á hersveitir erlendra ferðamanna að rölta milli búða og bjórkráa.