Vindar blása á tindi

Punktar

Píratar eru í beztri stöðu til að ná forustu fyrir næstu ríkisstjórn. Þeir eru vinsælastir, enda hreinir af þjóðníði fjórflokksins. Leggja einir áherzlu á þá þætti, sem skipta mestu máli fyrir þjóðina, opna stjórnsýslu, stjórnarskrá og auðlindarentu. Þurfa að koma sterkar inn í baráttumál undirstétta, svo sem lágmarkslaun og velferð. Aðrir flokkar sviku stjórnarskrána, lyppuðust niður fyrir kvótagreifum og skilja ekki opna stjórnsýslu. Samfylkingin er þar á ofan með Evrópusambandið og Blair-isma á heilanum. Mogginn áttar sig á alvörunni og er farinn í herferð gegn pírötum. Það blása vindar, þegar komið er á tindinn.