Vindhögg ráðherrans

Punktar

Innanríkisráðherra lenti á hálum ís, er hann sakaði Veðurstofuna um að hafa ekki spáð rétt fyrir um óveðrið í september. Næsta skref hans hefði verið að kæra veðurfræðingana og fá þá dæmda, eins og gerðist á Ítalíu um daginn. Mig minnir þó, að ég hafi séð stormviðvörun á þeim tíma. Nú er rifjað upp, að í sjónvarpi birtist óveðursspá í nokkra daga fyrir veðrið. Almannavarnir horfa hins vegar ekki á veðurfréttir og eru því verr upplýstar en venjulegt fólk. Slíkt er auðvelt að laga. Ég skil ekki, hvers vegna Ögmundur Jónasson rauk upp með skrítna kenningu sína. Sé ekki, hvaða atkvæði hann var þar að fiska.