Þótt hún sé full af túristum, eru Feneyjar þægileg borg. Þar eru engir vegir og öldur gjálfra við báta og bryggjur. Þúsund ára gamlar hallir frá býzönskum tíma bera heimsins fegursta arkitektúr. Á hverju horni er kirkja með meistaraverkum málara fortíðar. Tókíó er andstæðan, þröng borg á ofsahraða. Í Persíu sló mig, hve ólíkar Tehran og Isfahan voru. Tehran er þröng og tryllt borg, en Isfahan róleg skógarvin í eyðimörkinni. Þar eru tré á mörkum gatna og gangstétta. Munur er líka á, hvort það gamla er varðveitt eða hvort valtað er yfir það gamla. Eins og gert er, þegar óð þrengingarstefna nær völdum. Eins og hér í Reykjavík.