Vinjar í eyðimörk

Veitingar

Auknum straumi ferðamanna er að þakka, að matargerðarlist sáir sér, einkum í hverfi 101. En hún síast líka út á land. Nú er hægt að stikla á steinum um eyðimörk landsbyggðar. Á Suðurlandi er gott að borða í Grindavík (Bryggjan og Salthúsið), á Stokkseyrarbakka (Rauða húsið, Fjöruborðið) og á Klaustri (Systrakaffi). Á Austurlandi er gott í Hornafirði (Humarhöfnin, Pakkhús), Breiðdalsvík (Margrét) og Seyðisfirði (Skaftfell). Á Norðurlandi við Mývatn (Vogafjósið), Akureyri (Rub 23, Örkin) og Hofsósi (Lónkot). Á Vesturlandi í Stykkishólmi (Narfeyrarstofa, Fimm fiskar), Búðum og Ísafirði (Tjöruhúsið).