Hlutverk fjölmiðla er að segja okkur staðreyndir, ekki bara hvað málsaðilar kalla staðreyndir. Fjölmiðlar eiga til dæmis að segja okkur, hversu margir taka þátt í útifundum. Blaðamenn eru ekkert of góðir til að telja. Slíkt er kennt í skólum þeirra erlendis. Ágætar reikningsaðferðir eru til. Hér fara blaðamenn hins vegar ekki upp af rassi sínum. Þeir hringja í lögguna, sem segir 2000 manns hafa mætt. Og í aðstandanda, sem segir 4000 manns hafa mætt. Notendur fjölmiðlanna eru auðvitað engu nær. Þetta er skýrt dæmi um, að blaðamenn eru hættir að nenna að vinna vinnu sína.