Vinnulausir vísindamenn

Punktar

Staða gæludýrsins deCode Genetics er alvarlegri en svartsýnir menn óttuðust. Ekki er nóg með, að fyrirtækið sé orðið því sem næst verðlaust. Það er einnig að bila sem veitandi vel borgaðra vísindastarfa. Þrír af hverjum tíu starfsmönnum þess hafa verið reknir. Fæstir þeirra geta fengið starf við sitt hæfi hér á landi. Hinir verða annað hvort að leita til útlanda að torsóttri vinnu á sínu sviði eða taka upp skóflu og fara að vinna hjá verktaka í stóriðju- og stífludraumum stjórnvalda. Eitt gott getur þó leitt af skammvinnu ævintýri deCode: Í grasrót þess er mannauður, sem getur leitað útrásar í smáfyrirtækjum vísindamanna með verðmæt verkefni fyrir erlend vísindafyrirtæki, sem telja sér hag í að borga fyrir slíkt.