Vinnumiðlun Framsóknar veldur sífelldum vandræðum í borgarstjórn. Fyrst settist hún báðum megin borðsins í Mýrargötumálinu. Hún vildi í senn gæta hagsmuna borgar og verktaka, en fékk ekki. Nú vill hún ekki sætta sig við niðurstöðu, sem hafnar flugvelli í Lönguskerjum, fávísri hugmynd úr kosningabaráttu vinnumiðlunar. Vegna aukins vatnsmagns heimshafa skulum við forðast smíðar úti í skerjum; flugvöll eða íbúðahverfi. Ef Hólmsheiði er betra flugvallarstæði en Miðnesheiði eða Vatnsmýri, má ræða það. En gerið það, skrúfið fyrir rugl Framsóknar um Löngusker.