Vinnureglur á almannafæri

Punktar

Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri telur, að “vinnureglur Ríkisútvarpsins beri að ræða innanbúðar, en ekki á síðum fjölmiðla”. Ég er öfugrar skoðunar. Tel að þær eigi ekki síður að ræðast á almannafæri. Þegar ég var ritstjóri DV og síðan Fréttablaðsins, lét ég prenta siðareglurnar í blöðunum og birta á vefsvæðum þeirra. Þegar ég var ekki lengur í starfi, voru siðareglurnar fjarlægðar. Væntanlega hafa það gert þeir, sem voru sama sinnis og Sigrún. Ég er sannfærður um, að fólk eigi að sjá siða- og verklagsreglur til að geta borið þær saman við veruleikann. Er nauðsynlegt aðhald hverjum fjölmiðli.