Framleiðni hefur aukizt á Vesturlöndum síðan 40 daga vinnuvika var tekin upp. Svo mikið, að vinnuvikan mætti núna vera 20 stundir. En aukningin hefur farið í annað, í meiri gróða fyrirtækja og auknar tekjur forstjóra. Stéttarfélög hafa ekki getað hamlað gegn þessari breytingu á forgangsröð. Frakkar höfðu fyrir tíu árum forustu um að lækka vinnuvikuna niður í 35 stundir. Þótt Frökkum líði núna betur en öðrum þjóðum, eru skósveinar fyrirtækjanna í pólitík ekki sáttir. Þeir vilja lengja vinnuvikuna aftur upp í 40 stundir. Þingið hefur samþykkt lög, sem opna fyrirtækjum þá leið.