Vinsælasti sonur landsins

Punktar

Í Þýzkalandi eru félagsbundnir eigendur íslenzkra hesta tvöfalt fleiri en á Íslandi. Þeir eru 23.000, en við erum 10.000. Íslenzkir hestar eru næstum eins margir í Þýzkalandi og á Íslandi. Þar eru þeir 65.000, en hér 75.000. Næstir Þjóðverjum í áhuga á hestunum koma Danir og Svíar. Á báðum stöðum fara eigendur þeirra senn fram úr fjöldanum hér. Hestar eru greinilega vinsælasta einkenni landsins. Þeir eru orðnir fleiri í útlöndum samtals en hér á landi. Nýjastan landið á perlufesti hestanna er Nýja-Sjáland, hinum megin á hnettinum. Þar eru nú 55 íslenzkir hestar.