Þótt Samfylkingin sé í keng, er smæðin ekki slík, að hún minni á Alþýðuflokk gamalla tíma. Hef ekki trú á nýjum Alþýðuflokki sem lausn Samfylkingarfólks. Skrítnast er, að það eru einmitt Blair-istar, sem tala um Alþýðuflokkinn sem lausn. Voru þó fremstir í að breyta Samfylkingunni í klapplið útrásarvíkinga í stjórn Geirs Haarde. Komu til ríkis undir handarjaðri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem var laus við skandínavískan kratisma. Skjólstæðingar hennar vilja sjálfir leysa Jóhönnu Sigurðardóttur af hólmi. Kratismi þeirra og hjal um nýjan Alþýðuflokk er hvort tveggja marklaust skart með stolnum fjöðrum.