Þótt fjölmargir tali illa um Evrópusambandið, vilja flestar þjóðir komast inn. Um áramótin sluppu Rúmenía og Búlgaría. Tyrkland er enn á biðstofunni, svo og stríðsríkin á Balkanskaga. Margt hlýtur að vera gott við heimsveldi, sem fælir ekki þjóðir frá sér. Við höfum gott af sambandinu að segja, svo sem samræmt regluverk og frjálsan markað. Aðrir hafa fengið evru, sem lækkar vexti og verðbólgu. Kaupþing er farið að nota evru í bókhaldinu og fleiri munu fylgja. Krónan er mörkuð dauðanum, síðasta von stjórnmálamanna að hætti Davíðs um að framleiða prívat verðbólgu.