Könnun sýnir 40% fylgishrun Vinstri grænna á tíma stjórnarmyndunarviðræðna. Bara 60% flokksins halda tryggð við hann. Og helmingur þeirra, sem eftir sitja, vilja sízt af öllu fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Unga fólkið á höfuðborgarsvæðinu yfirgefur Vinstri græn. Eftir situr flokkseigendafélagið með kvótagreifana og vinnslustöðvar búvöru á bakinu. Samfylkingin fiskar upp obbann af flóttafólkinu og Píratar restina. Svo virðist sem ekki muni allir þingmenn flokksins fylgja honum inn í kastala íhaldsins. Flokkseigendur eru að missa tök. Plottið stóra er að riðlast. Ungir sjá gegnum breitt bros Katrínar og sjá flokkseigendur að baki.