Vinstri stjórnir eru að taka yfir rómönsku Ameríku, eru við völd í Argentínu, Brasilíu, Chile, Dóminíska lýðveldinu og Venezúela. Nú hefur vinstri maður verið kosinn forseti Uruguay. Rithöfundurinn Alvaro Vargas Llosa spáir því í New York Times, að á næsta ári muni svipuð skipti verða í Mexikó og Perú, auk þess sem sósíalistar eru farnir að ráða mestu í Bólivíu. Llosa telur, að misheppnkuð frjálshyggja undir stjórn Alþjóðabankans á síðasta áratug tuttugustu aldar hafi fært kjósendur til vinstri. Frjálshyggjan hafi ekki leitt til einkavæðingar, heldur til einkavinavæðingar.