Kröfur til beztu kokka eru langtum harðskeyttari en kröfur til landsfeðra, sem sumir þurfa bara að rífa kjaft. Þriggja stjörnu kokkar mega hvergi misstíga sig. Eru bara hundrað í heimi Það er þung byrði að bera. Bernard Loiseau skaut sig 2003, er Gault-Millau lækkaði hann um eina húfu. Í gær var röð sjálfsvíga komin að Benoit Violier á Hotel de Ville í Crissier í Sviss. Efstur á heimsskrá franska utanríkisráðuneytisins, með þrjár Michelin stjörnur og topp í Gault-Millau. Ég prófaði aldrei matreiðslu Violier, en kom þangað, er forveri hans, Philippe Rochat, hélt um taumana. Þá þegar var þetta einn toppstaða heimsins.