Virðing alþingis

Punktar

Forseti alþingis getur ekki þvingað þingmann til að fylgja hefðbundnum ávarpsorðum. Mér væri fyrirmunað að kalla þingmenn háttvirta og ráðherra hæstvirta. Það væri yfirgengileg hræsni og ég stunda ekki hræsni. Skil vel, að þingmenn pírata vilji ekki ávarpa bófa á svo tilgerðarlegan hátt. Mér dytti ekki heldur í hug að mæta með hálsbindi og skil vel, að Elín Hirst vilji mæta í gallabuxum. Reglur alþingisforseta og skrifstofu um hegðun og búnað þingmanna eru aftan úr forneskju. Þær hafa hingað til ekki megnað að framkalla neina virðingu alþingis. Virðing kemur að innan, ekki af umbúnaði.