Tom Stoppard leikritahöfundar er í viðtali helgarinnar við Observer. Hann var flóttamaður sem barn frá Tékkóslóvakíu og Singapúr. Í Englandi fannst honum vera himnaríki. Vitnaði í Alexander Herzen. Bretar tóku ekki bara við flóttamönnun af virðingu fyrir flóttamönnum. Heldur af virðingu fyrir sjálfum sér sem þjóð. Því að þeir fundu upp hugtakið frelsi. Slík mannleg reisn er fjarri þeim Íslendingum, sem hata hælisleitendur. Hata náttúruna, Falung Gong, Kidda sleggju, “atvinnumótmælendur”. Allt eru þetta dæmi um hrædda þjóð, sem á bágt. Sem vill ekki, að neinn taki matinn frá sér.