Framganga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í málum flóttamanna bendir ekki til, að Framsókn hyggist spila út rasistakortinu. Margir höfðu spáð, að velgengni rasista flokksins í borgarkosningunum mundi freista flokksins á landsvísu. Þegar flokkur er komin yzt á hægri jaðar, er oft skammt yfir í rasisma. Hann hefur aukið fylgi slíkra flokka víða í Evrópu. Sigmundur og Framsókn virðast ekki ætla að falla í þá gryfju og það er virðingarvert. Nógu slæmt er að vera kominn á jaðarinn. Á sama tíma beinist sviðsljósið æ meira að Sjálfstæðisflokki Bjarna Benedikssonar, sem síðustu vikurnar kútveltist um í spillingu Borgunar.