Notaðu sagnorðið að ganga, ekki nafnorðið ganga. Notið sögnina að stökkva, ekki nafnorðið stökk. Notið ekki “greiddi atkvæði”, þegar “kaus” er betra. Keyrið textann á virkum umsögnum, ekki á nafnorðum og ekki á nafnorðum með hlutlausum sagnorðum. Menn “hræða”, ekki “framkalla ótta”. Ekki skrifa: “Skortur okkar á staðtölum kom í veg fyrir mat á aðgerðum Sameinuðu þjóðanna við að staðsetja fjárhagsaðstoð á þeim sviðum, þar sem þörfin fyrir aðstoð var mest.” Heldur: “Þar sem okkur skorti staðtölur, gátum við ekki metið, hvort Sameinuðu þjóðirnar hefðu sett fé í brýnustu sviðin.”