Vísbendingar í skoðanakönnun

Punktar

Fróðlegt verður að sjá niðurstöðu næstu skoðanakönnunar um fylgi flokkanna. Könnun Frjálsrar verzlunar var of fámenn og með of litla svörun til að unnt sé að treysta henni. Hún gefur samt vísbendingu um, að rúmlega þriðjungur þjóðarinnar sé svo ruglaður, að hann vilji fá hrunverja aftur til valda. Hún gefur líka vísbendingu um, að stikkfrí-stefna Samfylkingarinnar skili henni litlum árangri. Ekki sé til vinsælda fallið að hafa ráðherra sína í felum í skjaldborg Jóhönnu og láta Steingrím um allt puðið. Almenningur taki eftir, að Jóhanna talar eins og hún sé áhrifalaus áhorfandi að atburðarásinni.