Sautjánhundruð af mestu vísindamönnum Bandaríkjanna skora á ríkisstjórnina að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Áskorunin kom út í gær og hefur meðal annars undirskriftir sex nóbelsverðlaunahafa. Þetta er enn ein staðfesting þess, að vísindaheimurinn er einhuga í málinu. Hann telur, að hættulegar breytingar séu að gerast á lofthjúpi jarðar af mannavöldum. Andstæð sjónarmið koma einkum frá róttækt hægri sinnuðum stofnunum með pólitískan tilgang og eru ekki marktæk. Mannkynið er ekki sjálfbært. Það veltir sér í lúxus. Sendir reikninginn fyrir kostnaðinum til afkomendanna.